Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1558360888.26

    Íslenska sem annað mál - 1C
    ÍSAN1ÍC05(AT)
    13
    íslenska sem annað mál
    Íslenska sem annað mál - C
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AT
    Áfanginn er ætlaður byrjendum í íslensku og er engrar kunnáttu krafist. Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur eru þjálfaðir í lesskilningi með fjölbreyttum textum sem tengjast daglegu lífi á Íslandi, sem þeir vinna verkefni úr.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná markmiðum áfangans.
    • grundvallarþáttum íslenska málkerfisins.
    • framburði íslenskra málhljóða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt.
    • fylgja einföldum fyrirmælum.
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist nemandanum, umhverfi hans og áhugamálum og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni.
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á.
    • skrifa stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli.
    • skilja einfalda texta.
    • taka þátt í einföldum samræðum.
    • segja frá persónulegum högum sem og einföldum staðreyndum um kunnugleg efni.
    • rita íslensku á mjög einföldu formi.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.