Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1558361091.19

    Íslenska sem annað mál - 1D
    ÍSAN1ÍD05(AT)
    14
    íslenska sem annað mál
    Íslenska sem annað mál - D
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AT
    Áfanginn er ætlaður byrjendum í íslensku og engrar kunnáttu er krafist. Nemendur kynnast uppbyggingu tungumálsins með hlustun og samræðum eftir því sem orðaforðinn leyfir. Lögð er sérstök áhersla á framburð, íslenska málhljóða, hlustun, skrift og lestur.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarþáttum í framburði (áherslum og hrynjanda) íslenska málkerfisins.
    • einföldum upplýsingum í mæltu máli.
    • einföldum upplýsingum í rituðu máli.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa eftir upplestri.
    • flokka orð á rétta staði.
    • vinna með einfalda texta.
    • beita hlustun til að vinna úr upplýsingum í mæltu máli.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rita íslensku á einföldu formi.
    • tileinka sér lykilatriði í stuttum rauntextum.
    • fara eftir einföldum leiðbeiningum, skilaboðum og tilkynningum í mæltu og rituðu máli.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.