Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1558361395.49

    Grunnáfangi í upplýsingatækni
    UPPT1ÍA03(AT)
    26
    upplýsingatækni
    Grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    AT
    Áfanginn er ætlaður nemendum með íslensku sem annað mál. Nemendur kynnast notkun á Innu, skjalavistun og tölvupósti. Auk þess gera þeir verkefni í ritvinnslu-, töflureikni- og glærugerðarforritum í Office.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim tölvukerfum sem skólinn notar í samskiptum við nemendur.
    • öðrum hugbúnaði sem nýtist í námi.
    • vistun gagna sem hann vinnur með í tengslum við námið.
    • notkun tölvupósts.
    • almennri notkun einkatölva.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna í þeim kerfum og hugbúnaði sem kennt er á í áfanganum.
    • fylgja fyrirmælum við vinnslu verkefna í viðkomandi hugbúnaði.
    • setja upp og ljúka verkefnum samkvæmt fyrirmælum.
    • rita á íslensku.
    • vista skjöl sem hann vinnur með á viðeigandi stað.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með eigin námi og eiga í samskiptum við viðeigandi aðila innan skólans.
    • auðvelda sér upplýsingaöflun í námi.
    • nýta sér viðeigandi hugbúnað í námi.
    • vista og varðveita eigin gögn.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.