Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1558361747.5

    Íslenska sem annað mál - 1E
    ÍSAN1ÍE05(BT)
    15
    íslenska sem annað mál
    Íslenska sem annað mál - E
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    BT
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið einni önn í íslensku. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur auki við orðaforða og þjálfi frjáls skrif. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist málfræðihugtökum og auki við þekkingu í málfræði. Auk þess eru lesnir textar um íslenskt samfélag.
    Ein önn í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • nauðsynlegum orðaforða til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.
    • grundvallarþáttum í framburði (áherslum og hrynjanda) íslenska málkerfisins.
    • algengum málfræðihugtökum.
    • á setningafræðilegri uppbyggingu íslenskunnar.
    • einföldum samskiptum í mæltu og rituðu máli.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flokka orð á rétta staði eftir rökhyggju.
    • skilja einfaldar leiðbeiningar og fyrirmæli.
    • skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á.
    • nota viðeigandi málfar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér lykilatriði í stuttum rauntextum.
    • fara eftir einföldum leiðbeiningum, skilaboðum og tilkynningum sem tengjast daglegum athöfnum.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.