Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið einni önn í íslensku. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur auki við orðaforða og þjálfi frjáls skrif. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist málfræðihugtökum og auki við þekkingu í málfræði. Auk þess eru lesnir textar um íslenskt samfélag.
Ein önn í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
nauðsynlegum orðaforða til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.
grundvallarþáttum í framburði (áherslum og hrynjanda) íslenska málkerfisins.
algengum málfræðihugtökum.
á setningafræðilegri uppbyggingu íslenskunnar.
einföldum samskiptum í mæltu og rituðu máli.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
flokka orð á rétta staði eftir rökhyggju.
skilja einfaldar leiðbeiningar og fyrirmæli.
skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á.
nota viðeigandi málfar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tileinka sér lykilatriði í stuttum rauntextum.
fara eftir einföldum leiðbeiningum, skilaboðum og tilkynningum sem tengjast daglegum athöfnum.
Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.