Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1558362072.47

    Íslenska sem annað mál - taláfangi 1B
    ÍSAT1ÍB03(BT)
    2
    Íslenska sem annað mál - taláfangi
    Taláfangi - B
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    BT
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið einni önn í íslensku. Markmið áfangans er að nýta þá þekkingu sem nemendur hafa í íslensku til þess að örva skilning, hlustun, skrif, rökhugsun og tal. Til þess að ná fram þessum markmiðum er orðaforði þjálfaður með krossgátum, umræðum, hlustun, samtölum og skrifum.
    Ein önn í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem er notaður til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.
    • réttum framburði, áherslum og hrynjandi tungumálsins.
    • mismunandi tjáningarmáta.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita orðaforða sem hann ræður yfir.
    • lesa mismunandi texta.
    • taka þátt í almennum umræðum um efni áfangans.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum.
    • tjá skoðun sína.
    • miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.