Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1558362363.76

    Íslenska sem annað mál - taláfangi 1C
    ÍSAT1ÍC03(BT)
    3
    Íslenska sem annað mál - taláfangi
    Taláfangi - C
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    BT
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið einni önn í íslensku. Markmið áfangans er að ná góðu valdi á framburði og hrynjandi í íslensku máli, að skilja stutta einfalda texta, að læra að beygja algeng sagnorð og loks að auka orðaforða. Til þess er lesin einföld saga og unnin málfræðiverkefni úr texta sögunnar.
    Ein önn í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem er notaður til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.
    • réttum framburði, áherslum og hrynjandi tungumálsins.
    • mismunandi tjáningarmáta.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita orðaforða sem hann ræður yfir.
    • lesa einfaldan texta og greina aðalatriði hans.
    • taka þátt í almennum umræðum um efni áfangans.
    • beygja algengar sagnir.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum.
    • tjá skoðun sína.
    • miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.