Enska fyrir erlenda nemendur sem lært hafa litla sem enga ensku. Áhersla er lögð á lestur fjölbreyttra texta til að byggja upp orðaforða. Orðaforði er jafnframt byggður upp með lestri þriggja smásagna á önninni. Skriflegar æfingar gerðar til að þjálfa virkan orðaforða. Talmál æft í tengslum við lesefni eða annað efni sem kennari lætur nemendum í té. Málfræði er æfð með skriflegum æfingum. Aðeins er töluð enska í kennslustundum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða tengdum athöfnum daglegs lífs.
undirstöðuatriðum enskrar málfræði.
undirstöðuatriðum enskrar réttritunar.
helstu framburðarreglum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa texta um daglegt líf fólks.
lesa einfaldaða bókmenntatexta.
leysa verkefni í undirstöðuatriðum enskrar málfræði.
geta ritað einfalda texta og beitt þar réttritunarreglum.
tala ensku um einföld málefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta lesið einfalda enska texta sér til gagns og gamans.
geta lesið bókmenntir á fremur einföldu máli.
geta ritað enska texta sér til gagns og gamans, t.d. sendibréf og tölvupóst.
geta talað við enskumælandi fólk um athafnir daglegs lífs.
Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.