Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið tveimur önnum í íslensku. Unnið er með fjölbreytta texta sem tengjast lífi í íslensku þjóðfélagi, sögu þess, menningu o.fl. Aukin áhersla er lögð á kennslu í málfræði sem m.a. kemur fyrir í textum sem unnið er með. Nemendur fá þjálfun í að tjá sig í sífellt vaxandi máli í mæltu og rituðu máli, þ.e. munnlega og skriflega.
Tvær annir í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná markmiðum áfangans.
ólíkum viðhorfum, reglum og venjum á Íslandi nú til dags og tengslum þeirra við menningu þjóðarinnar.
merkilegum atburðum í sögu þjóðarinnar og menningarverðmætum hennar.
þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi á framhaldsskólastigi.
að leita upplýsinga á netinu og víðar.
ýmsum málfræðihugtökum og reglum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa fjölbreyttar gerðir texta, hagnýta, menningarlega og sögulega.
beita námsaðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefni t.d. lesa úr hvernig málfræði birtist í texta.
greina og skilja málfarsmun á mismunandi landsvæðum.
tjá sig munnlega skýrt og skiljanlega um undirbúið málefni.
tjá sig skriflega þar sem hann virkjar setningagerð, orðaforða og málfræðikunnáttu sína kunnáttusamlega.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak frásagna, söguþráð og samhengi í margs konar texta.
taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu, skýra erindi sín og afla sér upplýsinga eftir aðstæðum.
tjá sig rétt og skilmerkilega um efni sem hann hefur kynnt sér.
geta endursagt í eigin orðum frásögn eða inntak greinar sem hann hefur heyrt eða lesið.
Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.