Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1558362795.07

    Íslenska sem annað mál - 2C
    ÍSAN2ÍC05(CT)
    5
    íslenska sem annað mál
    Íslenska sem annað mál - C
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    CT
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið tveimur önnum í íslensku. Í áfanganum kynnast nemendur íslensku samfélagi í gegnum bíómyndir, þætti, tónlist, o.fl. Unnin eru fjölbreytt verkefni sem reyna á ritun, tal og hlustun.
    Tvær annir í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná markmiðum áfangans.
    • sínu nánasta umhverfi og samfélagi.
    • íslenskri menningu og því sem er efst á baugi í íslenskum samtíma.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða og skilgreina íslenskt samfélag fyrr og nú.
    • taka þátt í samræðum um efni sem tengist innihaldi áfangans.
    • tjá sig á íslensku um efni áfangans, bæði í rituðu og mæltu máli.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja íslenskt samfélag.
    • fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi.
    • taka þátt í umræðu um íslenskt samfélag.
    • verða meðvitaðri um samfélagið sem hann býr í.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.