Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið tveimur önnum í íslensku. Markmiðið er að nýta þá þekkingu sem nemendur hafa í íslensku til þess að örva skilning, hlustun, skrif, rökhugsun og tal. Til að ná fram þessum markmiðum er lögð áhersla á umræður um samfélagið sem tungumálið er sprottið úr, hlustun, lestur og kynningar nemenda. Jafnframt er tjáning og skilningur á íslensku æfður með spunaleikjum og dagbókarskrifum.
Tvær annir í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
notkun tungumálsins (munnlega og skriflega) til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.
mikilvægi hlustunar.
grundvallaruppbyggingu þjóðfélagsins og mismunandi viðhorfum og hefðum.
orðaforða og orðasamböndum til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á, í ræðu jafnt sem riti.
greina á milli einfalds talmáls og ritmáls.
nota orðaforða sinn til þess að tala íslensku og tjá sig.
leysa verkefni í tengslum við hlustun.
skrifa dagbók og að kynna efni í tengslum við eigið land og þjóð.
miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, vonum og væntingum.
rökstyðja mál sitt í stuttum fyrirlestrum í tengslum við lesefni áfangans.
skilja innihald íslenskrar kvikmyndar og geta endursagt það í stuttu máli.
skrifa stutta samantekt sem byggir á tilteknu þema, til dæmis kvikmynd eða blaðagrein.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
miðla á einfaldan hátt eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu.
skrifa stuttan texta byggðan t.d. á kvikmynd eða blaðagrein.
útskýra og rökstyðja mál sitt í skrifuðu og töluðu máli.
taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu.
tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt.
skilja daglegt mál hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki.
geta útskýrt sjónarmið sitt varðandi efni sem er ofarlega á baugi í samfélaginu.
skilja einfaldar samræður milli manna.
Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.