Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið þremur önnum í íslensku. Í áfanganum kynnast nemendur íslenskri fjölskyldu og læra orðaforða tengdan daglegu lífi fólks á Íslandi. Þá öðlast þeir jafnframt innsýn í líf hefðbundinnar íslenskrar fjölskyldu. Textarnir eru um fjölbreytt efni, þ.e. hvaðeina sem íslensk fjölskylda tekur sér fyrir hendur, og leyst eru verkefni í tengslum við hvern texta, bæði hvað orðaforða varðar svo og innihald textanna. Þá leysa nemendur jafnframt verkefni sem reyna á málfræðikunnáttu þeirra.
Þrjár annir í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða tengdum daglegu lífi hefðbundinnar íslenskrar fjölskyldu.
sérkennum íslenskrar fjölskyldu.
daglegu lífi hefðbundinnar íslenskrar fjölskyldu.
undirstöðuatriðum íslenskrar málfræði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa texta á hefðbundnu daglegu máli.
leysa nokkuð þung verkefni í tengslum við textana, t.d. að semja spurningar upp úr þeim.
lesa um daglegt líf Íslendinga.
leysa málfræðiverkefni sem henta þeirra stigi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa ýmsa texta á daglegu máli sér til gagns og gamans.
tileinka sér almennan orðaforða um daglegt líf á Íslandi.