Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1558362970.39

    Íslenska sem annað mál - 2D
    ÍSAN2ÍD05(DT)
    6
    íslenska sem annað mál
    Íslenska sem annað mál - D
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    DT
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið þremur önnum í íslensku. Í áfanganum kynnast nemendur íslenskri fjölskyldu og læra orðaforða tengdan daglegu lífi fólks á Íslandi. Þá öðlast þeir jafnframt innsýn í líf hefðbundinnar íslenskrar fjölskyldu. Textarnir eru um fjölbreytt efni, þ.e. hvaðeina sem íslensk fjölskylda tekur sér fyrir hendur, og leyst eru verkefni í tengslum við hvern texta, bæði hvað orðaforða varðar svo og innihald textanna. Þá leysa nemendur jafnframt verkefni sem reyna á málfræðikunnáttu þeirra.
    Þrjár annir í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða tengdum daglegu lífi hefðbundinnar íslenskrar fjölskyldu.
    • sérkennum íslenskrar fjölskyldu.
    • daglegu lífi hefðbundinnar íslenskrar fjölskyldu.
    • undirstöðuatriðum íslenskrar málfræði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa texta á hefðbundnu daglegu máli.
    • leysa nokkuð þung verkefni í tengslum við textana, t.d. að semja spurningar upp úr þeim.
    • lesa um daglegt líf Íslendinga.
    • leysa málfræðiverkefni sem henta þeirra stigi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa ýmsa texta á daglegu máli sér til gagns og gamans.
    • tileinka sér almennan orðaforða um daglegt líf á Íslandi.
    • öðlast innsýn í daglegt líf hefðbundinna Íslendinga, áhugamál þeirra, störf, ferðalög o.þ.h.
    • gera grein fyrir ýmsum þáttum íslensks fjölskyldulífs sem kynntir eru í textunum.
    • taka þátt í samtölum við innfædda málnotendur um daglegt líf á Íslandi.
    • beita málfræðireglum sem hann hefur lært og æft í virkri málnotkun, bæði ritaðri og mæltri.
    • leggja stund á nám ætlað íslenskum nemendum á framhaldsskólastigi.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.