Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1558363010.61

    Íslenska sem annað mál - 2E
    ÍSAN2ÍE05(DT)
    7
    íslenska sem annað mál
    Íslenska sem annað mál - E
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    DT
    Í áfanganum lesa nemendur og hlusta á margvíslega texta, auk þess að horfa á myndbönd og leysa verkefni tengd þeim. Þeir hlusta m.a. á og lesa texta um ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu og daglegar athafnir þess, texta um íslenskt samfélag, svo og texta um almenningsvísindi. Þeir taka þátt í samtölum sem reyna á getu þeirra til að færa rök fyrir máli sínu. Lögð er áhersla á að nemendur séu virkir í að spyrja um merkingu texta og orða, og beri þannig aukna ábyrgð á tileinkun tungumálsins. Tilteknir textar eru lesnir ítarlega og aðrir yfirborðslega, því hvort tveggja er nauðsynlegt að kunna þegar nýtt tungumál er lært.
    Þrjár annir í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem tengist daglegu lífi á Íslandi.
    • orðaforða sem tengist ólíkum þáttum íslensks samfélags.
    • mæltu máli á íslensku á þeim hraða sem tíðkast meðal Íslendinga.
    • yfirborðslestri almannavísindatexta.
    • áhorfi og hlustun á efni um íslenskt samfélag.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og hlusta á íslenska texta um daglegt líf á Íslandi.
    • lesa og hlusta á texta um íslenskt samfélag.
    • færa rök fyrir máli sínu.
    • lesa og hlusta á almannavísindatexta.
    • hlusta og/eða horfa á útvarps- og/eða sjónvarpsefni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • svara spurningum, munnlega og skriflega, úr ýtarlega lesnum textum.
    • greina frá meginefni allflókinna texta (yfirborðslestur).
    • skrifa stuttar ritgerðir um innihald íslenskra sjónvarpsþátta.
    • taka þátt í rökræðum um snúin viðfangsefni.
    • gera grein fyrir ýmsum þáttum íslensks samfélags sem kynntir eru í textanum.
    • taka þátt í samtölum við innfædda málnotendur um hin ýmsu málefni.
    • leggja stund á nám ætlað íslenskum nemendum á framhaldsskólastigi.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.