Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1559642988.05

    Vetraríþróttir
    ÍÞRG2VÍ02
    22
    íþróttagrein
    Vetraríþróttir
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Áfanginn samanstendur eingöngu af verklegri kennslu m.a. gönguskíðum, svigskíðum, fjallgöngu og annarri útiveru. Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta hreyfingu og fræðslu um þætti sem íþróttamenn þurfa að hafa í huga þegar þeir stunda vetraríþróttir.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna
    • fjölbreyttum möguleikum til útiveru yfir vetrartímann
    • búnaði sem þarf að hafa til að stunda ýmisskonar vetraríþróttir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • iðka fjölbreyttar vetraríþróttir
    • klæða sig eftir veðri
    • það sé hægt að stunda fjallamennsku að vetri til eins og að sumri
    • þekkja takmörk sín í mismunandi veðri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stunda óhefðbundnar íþróttir
    • geta nýtt sér vetraraðstæður til líkamsræktar og heilbrigðra lífshátta s.s. göngu- og svigskíðaferðir
    Áfanginn er verklegur og nemendur þurfa að standast mætingarkröfur hans