Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1566308672.08

    Leirmótun 2
    LEIR2MT03
    3
    Leirlist
    LEIRMÓTUN
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Nemendur vinna s.s. sitt eigið gifsmót og nokkra bolla úr því. Þeir ákveða mynstur og glerunga, þ.e. liti. Samsetningar þarf að huga að í tíma, þ.e. skera í leir, gera göt og þess háttar meðan leirinn er rakur. Annað verkefni í áfanganum er hönnun á konfektmola (úr leir). Þemað er Mosfellsbær. Nemendur fara í hugmyndavinnu, leita að táknum, skissa og skrifa það sem kemur í hugann tengt Mosó. Nemendur hanna molann í leir en gifsmót er síðan gert og nokkrar afsteypur gerðar í lokin. Ef verkefnið heppnast vel er hugmyndin að ræða við Hafliða Ragnarsson konditormeistara. Það væri gaman ef Mosfellsbæjarmolinn yrði gerður í alvöru súkkulaði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mótun leirs
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna með gifsmót
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Fullvinna fjölbreytta leirmuni
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.