Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1567604616.31

  Málsaga, goðafræði, bókmenntir og ritun
  ÍSLE2MG05
  55
  íslenska
  bókmenntir og ritun, goðafræði, málsaga
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfram er haldið með bókmenntahugtök. Nemendur kynna sér heim og hugmyndafræði nýrra sagna jafnt sem fornbókmennta. Tvær nútímaskáldsögur eru lesnar auk einnar Íslendingasögu. Fjallað er um helstu þætti málsögu og einnig er ítarleg umfjöllun um goðafræði. Nemendur eru þjálfaðir í gerð heimildaritgerða og læra ýmislegt um frágang ritaðs máls auk þess sem farið er áfram yfir helstu stafsetningarreglur . Ætlast er til að nemendur geti staðið upp og flutt mál sitt á skýran og skilmerkilegan hátt.
  Fyrir nemendur sem hafa fengið A eða B á grunnskólaprófi eða hafa klárað ÍSLE1UB05.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu þáttum íslenskrar málsögu
  • helstu hugtökum í ritgerðasmíð og gerð heimildaritgerða
  • mismunandi tegundum bókmennta og norrænni goðafræði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • rita ritgerðir þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
  • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir á faglegan og heiðarlegan hátt
  • lesa sér til gagns og gamans nytjatexta og bókmenntaverk frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra
  • skilja og nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
  • flytja af nokkru öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tilteknum málefnum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun ...sem er metið með... verkefnum
  • styrkja eigin færni í að nota heimildir á réttan hátt ...sem er metið með... verkefnum og ritgerðum
  • beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti ...sem er metið með... verkefnum
  • túlka bókmenntatexta frá ýmsum tímum ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
  Fjölbreytt verkefnavinna, smærri próf, ritgerð auk lokaprófs.