Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1567605315.02

  ENSK
  ENSK1UA05
  90
  enska
  Undirbúningur A
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Grunnþættir tungumálanáms þjálfaðir. Lögð er áhersla á rétta málnotkun, að nemendur geti tjáð sig í töluðu og rituðu máli og tekið þátt í samræðum. Nemendur lesa styttar skáldsögur, smásögur, fréttaefni og efni af Netinu. Hlustun og myndefni er notað sem efniviður í ýmiss konar æfingar. Enska er aðalmál í kennslustundum.
  Eingöngu fyrir þá sem fengu D á grunnskólaprófi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hagnýtum orðaforða
  • menningu í löndum þar sem enska er töluð
  • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs mál
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tala um almenn efni og tjá sig af kurteisi
  • nota rétt mál í almennum samræðum
  • leita upplýsinga á Netinu á ábyrgan hátt
  • skilja talað mál um kunnugleg efni
  • lesa margs konar texta og beita viðeigandi lestraraðferðum
  • skrifa skýran texta um kunnuglegt efni
  • nýta sér uppflettirit og orðabækur, t.d. á netinu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig á skýran hátt um kunnugleg málefni og hugðarefni
  • nýta fjölmiðla sér til gagns
  • afla sér upplýsinga og hagnýta sér þær í námi
  • skrifa texta með viðeigandi málsniði