Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1567610021.79

    Framhald
    DANS1FR05
    25
    danska
    Framhald
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn og hlustun og tal þjálfað. Þeir eiga að vera færir um að skilja tiltölulega einfalda, almenna texta. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og farið er í gegnum undirstöðuatriði málfræðinnar. Dönsk menning er kynnt og áhugi á henni vakinn.
    Fyrir nemendur sem fengu C á grunnskólaprófi eða hafa lokið DANS1GR05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • danska menningarsvæðinu
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
    • grundvallarþáttum málkerfisins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg einföld efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
    • lesa ýmiss konar kunnuglegan og einfaldan texta
    • geta tjáð sig um einfalt efni sem hann þekkir
    • segja frá með því að beita orðaforða, málvenjum, framburði, áherslum og hljómfalli á sem réttastan hátt
    • skrifa einfaldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með einföldum frásögnum um almenn efni ...sem er metið með... verkefnum
    • lesa sér til ánægju og þroska skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • leysa úr viðfangsefnum af þyngd sem hæfir áfanganum ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum ...sem er metið með... verkefnum og sjálfsrýni
    • meta eigið vinnuframlag ...sem er metið með... sjálfsrýni
    Lokapróf og annarvinna (ýmis verkefni, miðannarpróf, hlustunarpróf og ýmsar kannanir)