Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1567610118.83

  Lesskilningur og orðaforði
  DANS2LO05
  30
  danska
  lesskilningur, orðaforði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn og hlustun og tal þjálfað svo að þeir geti tjáð sig skriflega og munnlega um undirbúin efni. Þeir eiga einnig að vera færir um að skilja venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og læra að beita undirstöðuatriðum málfræðinnar. Dönsk menning er kynnt og áhugi á henni vakinn.
  Fyrir nemendur sem fengu A eða B á grunnskólaprófi eða hafa lokið DANS1FR05.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • danska menningarsvæðinu og hvernig danska nýtist á norræna menningarsvæðinu almennt
  • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
  • grundvallarþáttum málkerfisins
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
  • lesa ýmiss konar texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni
  • taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita
  • segja frá með því að beita orðaforða, málvenjum, framburði, áherslum og hljómfalli á sem réttastan hátt
  • skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota viðeigandi málfar
  • fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fylgjast með frásögnum um almenn efni
  • ná aðalatriðum úr fjölmiðlum og nýta sér þau, þegar fjallað er um kunnugleg efni
  • tileinka sér aðalatriðin í styttri textum og nýta á mismunandi hátt
  • lesa sér til ánægju og þroska skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi
  • ráða við mismunandi aðstæður í almennum samskiptum um kunnugleg efni
  • útskýra og rökstyðja skoðanir sínar
  • miðla eigin þekkingu og skoðunum á efni, sem hann hefur kynnt sér
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
  • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
  • meta eigið vinnuframlag