Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Viðfangsefni
læsi, ritun og hlustun, tjáning
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla
Lýsing
Lögð er áhersla á að nemendur geti lesið flókna og krefjandi texta og byggi upp þverfaglegan og hagnýtan orðaforða. Nemendur fá þjálfun í að tjá sig munnlega og skriflega og rökstyðja skoðanir sínar. Nemendur tileinka sér notkun orðabóka, uppflettirita og margmiðla.
Forkröfur
Fyrir nemendur sem fengu C á grunnskólaprófi eða hafa klárað ENSK1UA05.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
nauðsynlegum, þverfaglegum orðaforða, þ.m.t. orðasamböndum
notkun tungumálsins, munnlegri og skriflegri, þ.m.t. greinarmerkjasetningu
ólíkum viðhorfum og gildum í enskumælandi þjóðfélögum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa margs konar texta og beita viðeigandi lestraraðferðum
tjá sig skýrt og hnökralaust um undirbúið efni
taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi
skrifa formlegan og óformlegan texta og fylgja helstu rithefðum
nýta orðabækur, uppflettirit og margmiðla
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja daglegt mál, s.s. samræður og fjölmiðlaefni
hagnýta sér efni ritaðs texta á mismunandi hátt t.d. til að kynna efni sem nemandinn hefur undirbúið
leysa ýmis mál sem upp koma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður
taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu á skýran hátt