Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1568125762.34

  Saga fjarlægra slóða
  SAGA3FS05
  40
  saga
  saga fjarlægra slóða
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er fjallað um valda þætti í sögu annarra heimsálfa en Evrópu. Í sögu Afríku er m.a. fjallað um forn konungsveldi, nýlenduvæðingu og sögu undanfarinna áratuga. Í sögu Asíu er m.a. fjallað um sögu Kína, Indlands, Japans og Mið-Austurlanda. Í sögu Ameríku og Eyjaálfu verður m.a. fjallað um samfélög frumbyggja fyrir komu Evrópubúa, hvaða áhrif koma Evrópubúa hafði og sögu þessa svæða fram til okkar dags.
  SAGA2FR05/SAGA2OL05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tilteknum þáttum í sögu Asíu, Afríku, Ameríku og Eyjaálfu
  • áhrifum Evrópumanna á sögu svæðanna
  • ólíkum tegundum söguskoðunar
  • tilteknum langsniðum, svo sem jafnrétti, mannréttindum, velferð og sjálfbærni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa fræðilegan texta jafnt á íslensku sem og á erlendum tungumálum
  • afla sér heimilda á viðurkenndan hátt
  • leggja mat á og túlka fjölbreyttar upplýsingar
  • beita gagnrýninni hugsun
  • nýta viðurkenndar heimildir til að miðla skoðun sinni á fjölbreyttan hátt
  • taka þátt í upplýstum umræðum um efnið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá skoðanir sínar á rökstuddan hátt í ræðu og riti
  • beita gagnrýninni hugsun á markvissan hátt
  • leggja mat á hvernig atburðir fortíðar hafa áhrif á samtímann
  • læra af fortíðinni
  • greina meginþætti og álitamál
  • geta túlkað og ályktað um tiltekna atburði sögunnar
  • vinna sjálfstætt og í lýðræðislegri samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram í náminu. Engin skrifleg lokapróf.