Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1568130028.41

    Danskar kvikmyndir og leikstjórar
    DANS3KL05
    5
    danska
    Danskar kvikmyndir og leikstjórar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur dönskum kvikmyndum, umdeildum (og ekki svo umdeildum) leikstjórum sem og óskarsverðlaunahöfum í dönsku kvikmyndalífi. Nemendur munu vinna með kvikmyndir á mismunandi hátt, m.a. í formi kvikmyndagreininga og/eða kynninga. Mikil áhersla verður lögð á sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Þar að auki velja nemendur sér eina skáldsögu í samráði við kennara til að lesa á önninni, en það eru fjölmargir spennandi danskir rithöfundar að hasla sér völl í heiminum í dag.
    DANS2LT
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • menningu og nútímasögu Danmerkur
    • tengslum Íslendinga við Danmörku í menningarlegu samhengi
    • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi
    • skyldleika tungumálsins við íslenskt mál
    • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir
    • skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki skipulega sett fram
    • beita tungumálinu á sveigjanlegan og árangursríkan hátt
    • beita tungumálinu, bæði skriflega og munnlega, í mismunandi tilgangi, formlega og óformlega, með málfari við hæfi hvers tilefnis
    • flytja skýra, vel uppbyggða kynningu þar sem lögð er áhersla á meginþætti og atriði sem skipta máli
    • víkja frá fyrirfram undirbúnum texta áreynslulaust og geta brugðist við spurningum áheyrenda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar
    • beita málinu án meiriháttar vandkvæða til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
    • geta lýst skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann þekkir vel
    • tileinka sér efni ritaðs texta af ýmsu tagi og geta lagt gagnrýnið mat á hann
    • beita rithefðum sem eiga við í textasmíðum, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
    • auka meðvitund um eigin færni í tungumálum og eigin leiðir til að tileinka sér málið
    • vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu
    • tjá tilfinningar, nota hugmyndaflugið og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingarmáli
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.