Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1568719263.7

  Deildajöfnur og heildi
  STÆR3DH05
  94
  stærðfræði
  deildarjöfnur, heildi
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Unnið er með stofnföll falla, óákveðið og ákveðið heildi og heildunaraðferðir. Deildajöfnur af fyrsta stigi eru skoðaðar og runur og raðir.
  STÆR3FA05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • stofnföllum falla og heildareikningi
  • helstu reglum um ákveðið og óákveðið heildi
  • ýmsum aðferðum til að finna heildi
  • deildajöfnum af fyrsta stigi
  • endanlegum og óendanlegum runum og röðum
  • tengslum deildunar og heildunar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • finna stofnföll
  • heilda með aðferðum eins og innsetningu, hlutheildun og liðun í stofnbrot
  • beita reglum um ákveðið heildi til að finna flatarmál og rúmmál
  • nota fyrsta stigs deildajöfnur til að leysa hagnýt dæmi
  • gera greinarmun á jafnmuna- og jafnhlutfallarunum og röðum
  • beita hjálpartækjum og forritum við lausn stærðfræðilegra viðfangsefna
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nota heildi til að finna flatarmál og rúmmál
  • geta skráð lausnir sínar skipulega og skilmerkilega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt á viðeigandi hátt
  • beita skipulegum aðferðum við leit að lausnum og geta útskýrt aðferðir sínar
  • gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
  • beita gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna og þrauta
  • fylgja og skilja röksemdafærslur í mæltu máli og í texta
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu hugmynda og velja aðferð við hæfi
  • hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu sína til ákvarðanatöku í sérhæfðum verkefnum
  • takast á við stærðfræðileg verkefni þar sem nota þarf ólíkar aðferðir samtímis eða hverja á eftir annarri
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir hlutapróf og verkefni. Lokapróf er í áfanganum.