Áhersla er lögð á að kenna vinnubrögð félagsvísinda. Farið er ítarlega í hvernig vinna á með heimildir og hvernig skrifa á skýran texta í formi heimildaritgerðar. Notkun APA-kerfisins er kennd. Aðferðir félagsvísinda eru kynntar, mikið er unnið með rannsóknir á ólíkum sviðum, þær túlkaðar og bornar saman. Í áfanganum eru kynntar helstu kenningar og aðferðir félagsvísinda (félagsfræði, fjölmiðlafræði, sálfræði og stjórnmálafræði). Nemendur eru svo þjálfaðir í því að nota kenningarnar á samfélagsleg viðfangsefni.
FÉLV1IF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu rannsóknarsviðum félagsvísinda
völdum kenningum í félagsvísindum
helstu rannsóknaraðferðum félagsvísinda
völdum hugtökum í félagsvísindum
helstu aðferðum við heimildavinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tengja saman rannsóknarniðurstöður og kenningar
beita kenningum á félagslegar staðreyndir
nota hugtök félagsvísindanna
nota rétt vinnubrögð við heimildavinnu
vinna markvissa hópavinnu og kynna vinnu sína með fjölbreyttum hætti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leggja mat sitt á rannsóknir í félagsvísindum ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum
sjá viðfangsefni út frá mismunandi sjónarhornum ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum
leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henti best við mismunandi aðstæður og mismunandi rannsóknarefni ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum
finna raunhæfar lausnir á félagslegum viðfangsefnum ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum
tengja fræðin við þá umræðu sem er í þjóðfélaginu hverju sinni ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum
Nemendur skrifa stuttar ritgerðir á önninni til að þjálfa vinnu með heimildir. Áfanginn endar með lokaverkefni sem er ritgerð skrifuð á prófatíma. Ferilmappa er í áfanganum þar sem verkefnum annarinnar er safnað saman. Hlutapróf eru einnig í áfanganum.