Lögð er áhersla á danskar kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem og tiltekna leikara og leikstjóra. Kynnt er dönsk kvikmyndasaga í máli og myndum. Fjallað er um leikara og leikstjóra sem skarað hafa fram úr í danskri kvikmyndagerð og einnig um þær kvikmyndir sem taldar eru tímamótaverk og eru samnefnari fyrir þá strauma og stefnur sem ríkjandi hafa verið á ákveðnum tímabilum. Þá eru sýndar valdar kvikmyndir í kjölfar kynninga nemenda á tilteknum leikara og/eða leikurum, efni og þeirri samtímasögu sem endurspeglast í verkunum.
DANS2SO03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu kvikmyndagerðar í Danmörku.
helstu stefnum og straumum sem ríkjandi hafa verið í danskri kvikmyndagerð.
þeim kvikmyndum sem markað hafa tímamót í danskri kvikmyndagerð.
verkum danskra kvikmyndaleikstjóra sem skarað hafa fram úr og/eða unnið til alþjóðlegra verðlauna.
dönskum leikurum sem hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir leik sinn í kvikmyndum á hvíta tjaldinu.
danskri menningu eins og hún birtist í kvikmyndaflórunni.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja danskar kvikmyndir, tungumálið, leikara og umhverfi.
greina kvikmyndir í samræmi við þau hugtök og verkefni sem unnið er út frá í áfanganum.
þekkja þekkta/fræga danska leikara í dönskum kvikmyndum sem og öðrum kvikmyndum.
fjalla munnlega um þekkt efni, s.s. danska leikara og kvikmyndir, án þess að styðjast við ritaðan texta.
tengja valdar kvikmyndir við danska menningu og samhengið við danska kvikmyndasögu.
flytja mál sitt með skipulögðum hætti á skilmerkilegri dönsku og útskýra og rökstyðja verkefni á sannfærandi hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta vel þá tungumálakunnáttu sem er til staðar og tjá sig munnlega af nokkru öryggi.
skilja betur en áður mælt mál í dönskum kvikmyndum og þáttum og einnig í Danmörku
geta greint á milli norrænna tungumála þ.e. sænsku, norsku og dönsku.
eiga auðveldara með að laga sig að og skilja danskt samfélag sem og önnur norræn samfélög.
þekkja og geta bent á danska leikara í hlutverkum í dönskum kvikmyndum og þáttum.