Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1568721847.18

  Bókmenntir og kvikmyndir
  SPÆN2BÓ05
  11
  spænska
  bókmenntir og kvikmyndir
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga er lögð áhersla á lestur texta af ýmsum toga með það að markmiði að nemendur kynnist sögu, bókmenntum og menningu Spánar ásamt því að byggja upp orðaforða og efla lesskilning. Nemendur kynnast jafnframt spænskri kvikmyndagerð. Áhersla er lögð á þemavinnu, munnlegar kynningar og ýmis konar hlustunar-, ritunar- og talæfingar til að styrkja og bæta við þann grunn sem þegar hefur verið lagður. Í þessum áfanga er stefnt að ferð til Spánar ef áhugi og aðstæður leyfa.
  SPÆN2LE05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fjölþættum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
  • notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, bæði munnlega og skriflega
  • grunnatriðum spænsks málkerfis og helstu hefðum í ritun bæði óformlegra og formlegra sendibréfa
  • þekktum verkum og nöfnum nokkurra listamanna hins spænskumælandi heims, einkum Spánar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja megininntak samræðna og fjölmiðlaefnis, einkum um kunnugleg umræðuefni
  • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi af meira öryggi en áður
  • lesa margs konar gerðir texta og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er
  • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og af meira öryggi en áður og beita málfari við hæfi
  • tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
  • skrifa samfellda texta af ýmsum toga, s.s. útdrætti, endursagnir, frásagnir og formleg jafnt sem óformleg sendibréf
  • nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina megininntak talaðs máls af ýmsum toga, einkum um kunnugleg umræðuefni ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • taka þátt í skoðanaskiptum af meira öryggi en áður og nota til þess viðeigandi orðaforða ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
  • tjá sig á skýran hátt í ræðu og riti og beita tungumálinu af nákvæmni við ýmiss konar aðstæður ...sem er metið með... verkefnum, prófum og munnlegri framsögn
  Lokapróf og símat sem byggist á ýmsum munnlegum og skriflegum verkefnum sem unnin eru yfir önnina.