Farið yfir heiti, notkunarsvið, meðhöndlun, umhirðu, viðhald og öryggisatriði áhalda, tækja og véla sem notuð eru í múraraiðn. Ennfremur er fjallað um notkun, umhirðu, viðhald og öryggisatriði véla, verkfæra og áhalda á byggingavinnustöðum t.d. krana, lyftubúnað, vinnupalla o.fl.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
öllum helstu handverkfærum í múrsmíði.
öllum helstu sprautuvélum í múrsmíði.
öllum helstu gerðum vélsaga í múrsmíði.
öllum helstu handverkfærum við niðurlögn steinsteypu.
öllum helstu véla‐ og rafmagnsverkfærum við steypuvinnu.
öllum helstu handverkfærum við járnabindingar.
öllum helstu véla‐ og rafmagnsverkfærum við járnabindingar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota mismunandi flísaskera.
nota mismunandi flísasagir.
nota mismunandi blöð í flísa‐ og steinsagir.
nota helstu stein‐ og höggborvélar.
nota mismunandi hrærivélar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fara með öll algengustu handverkfæri sem notuð eru við múrhúðun.
fara með öll algengustu handverkfæri sem notuð eru við flísalagnir.
fara með öll algengustu handverkfæri sem notuð eru við steinlagnir.
fara með öll algengustu handverkfæri sem notuð eru við einangrun.
fara með öll algengustu handverkfæri sem notuð eru við steypuvinnu.
gæta fyllsta öryggis við meðferð ofangreindra tækja.