Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1570615043.27

    Áhalda- og tækjafræði
    ÁHTÆ1MR04(AB)
    1
    Áhalda- og tækjafræði
    Áhalda- og tækjafræði
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AB
    Farið yfir heiti, notkunarsvið, meðhöndlun, umhirðu, viðhald og öryggisatriði áhalda, tækja og véla sem notuð eru í múraraiðn. Ennfremur er fjallað um notkun, umhirðu, viðhald og öryggisatriði véla, verkfæra og áhalda á byggingavinnustöðum t.d. krana, lyftubúnað, vinnupalla o.fl.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öllum helstu handverkfærum í múrsmíði.
    • öllum helstu sprautuvélum í múrsmíði.
    • öllum helstu gerðum vélsaga í múrsmíði.
    • öllum helstu handverkfærum við niðurlögn steinsteypu.
    • öllum helstu véla‐ og rafmagnsverkfærum við steypuvinnu.
    • öllum helstu handverkfærum við járnabindingar.
    • öllum helstu véla‐ og rafmagnsverkfærum við járnabindingar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota mismunandi flísaskera.
    • nota mismunandi flísasagir.
    • nota mismunandi blöð í flísa‐ og steinsagir.
    • nota helstu stein‐ og höggborvélar.
    • nota mismunandi hrærivélar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fara með öll algengustu handverkfæri sem notuð eru við múrhúðun.
    • fara með öll algengustu handverkfæri sem notuð eru við flísalagnir.
    • fara með öll algengustu handverkfæri sem notuð eru við steinlagnir.
    • fara með öll algengustu handverkfæri sem notuð eru við einangrun.
    • fara með öll algengustu handverkfæri sem notuð eru við steypuvinnu.
    • gæta fyllsta öryggis við meðferð ofangreindra tækja.
    • sinna þrifum og umhirðu ofangreindra tækja.
    Símat