Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1570615476.98

  Hleðsla og opin eldstæði
  HLOE2MR03(AB)
  1
  Hleðsla og opin eldstæði
  Hleðsla og opin eldstæði
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  AB
  Í áfanganum læra nemendur um hleðslu húsa og byggingarhluta úr tígul‐, mát‐ og holsteini og gerð plastkubbahúsa. Fjallað er um undirstöður undir hleðslu, helstu útfærslur, hleðslumynstur, bindingar, fúgun og annan frágang. Nemendur læra um einfalda og tvöfalda veggi með og án rakasperru og einangrunar, frágang í kringum glugga‐ og hurðaop, sperrufestingar, hleðslukápur á einingahús, gerð arna úr eldföstum steini og tilbúnum einingum m.m. Jafnframt er komið inn á gerð og hleðslu skorsteina og uppbyggingu þeirra. Kennslan er bæði bókleg og verkleg þar sem lögð er áhersla á að nemendur læri helstu grunnatriði og vinnuaðferðir.
  VLMÚ1MR09AB
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • byggingavirkjum úr hleðslusteini og útfærslum þeirra.
  • járnbendingu og bindingum í hlöðnum byggingarhlutum.
  • helstu heitum á opnum eldstæðum.
  • mismunandi útfærslum eftir tilgangi opinna eldstæða.
  • mismunandi staðsetningu opinna eldstæða.
  • mismunandi tilgangi og útfærslu skorsteina.
  • muninum á einföldum og tvöföldum skorsteinsveggjum.
  • uppbyggingu einangraðra og óeinangraðra skorsteinsveggja.
  • helstu gerðum eldfastra steina.
  • öðrum efnum sem notuð eru í útveggi opinna eldstæða.
  • notkun málma í opin arinstæði og skorsteina.
  • einangrun og rakavörn í hlöðnum útveggjum.
  • hleðsluaðferðum og hleðslumynstrum í hlöðnum veggjum.
  • hleðslu plastkubbahúsa.
  • uppbyggingu og virkni opinna eldstæða.
  • tækjum og efnum sem notuð eru í arin‐ og skorsteinasmíði.
  • öryggisreglum og öryggisbúnaði við hleðslu úr mismunandi steini.
  • helstu hleðsluaðferðum.
  • frágangi í kringum glugga, hurðir og önnur op.
  • algengustu gerðum af hleðslusteini og hleðslugerðarefni.
  • efnum sem notuð eru við hleðslu plastkubbahúsa.
  • múrhúðun plastkubbahúsa.
  • reglum um málsetningu skorsteina úr eldföstum steini.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • laga múrblöndur til að líma og fúga eldfasta steina.
  • hlaða og fúga veggi, boga, súlur og tröppur úr hleðslusteini.
  • hlaða opin eldstæði og skorsteina úr eldföstum steini.
  • múra inn sótlok í arinn og ganga frá skorsteinsopi á réttan hátt.
  • nota öryggisreglur og öryggisbúnað við hleðslu úr mismunandi steini.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • járnbenda og einangra skorstein í samræmi við reglur.
  • setja út arin og skorsteina samkvæmt teikningu og verklýsingu.
  • laga múrblöndur til að líma og fúga eldfasta steina.
  • fúga og eftirmeðhöndla opin eldstæði innanhúss og utan.
  Símat