Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1570616147.37

    Járnbending
    JABE2MR06(AB)
    1
    Járnbending
    Járnbending
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    AB
    Í áfanganum læra nemendur um tilgang járnbendingar og samspil steinsteypu og járnbendingar. Fjallað er um lestur járnateikninga og verklýsinga, helstu gerðir steypustyrktarjárns, móttöku þess og geymslu, áhöld og tæki, klippingu og beygingu. Jafnframt er gerð grein fyrir bendinetum og notkun þeirra og hættum sem geta stafað af notkun mótaolíu. Lögð er áhersla á að nemendur geti lesið járnateikningar og þekki vel beygjulista og skýringarmyndir sem þeim fylgja. Farið er yfir járnbendingu einstakra byggingarhluta s.s. sökkla, veggja, platna, bita, súlna og stiga. Kennslan er bæði bókleg og verkleg þar sem nemendur gera einfaldar járnateikningar, beygjulista og binda járnagrind í samræmi við hönnunargögn.
    STVI1MR04AB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skipulagi og uppbyggingu járnbendingastöðvar á byggingarstað.
    • tæknilegum útfærslum á staðsetningu steypustyrktarjárna.
    • afleiðingum þess að nota of mikið af steypustyrktarjárni.
    • mismunandi járnategundum.
    • verksmiðjuframleiddum járnagrindum og notkun þeirra.
    • notkun allra handvirkra og vélknúinna beygjutækja við járnbendingu.
    • suðu steypujárna sem valmöguleika við hefðbundna járnbendingu.
    • tæringu steypustyrktarjárna og hvernig hægt er að fyrirbyggja hana.
    • járnbendingu einstakra byggingarhluta og járnateikningar.
    • tilgangi járnbendingar í mismunandi byggingarhlutum.
    • muninum á kambstáli og sléttu stáli og notkunarsviðum þeirra.
    • bendinetum, notkunarsviði þeirra og útlagningu.
    • fjarlægðarklossum og öðrum fylgihlutum steypustyrktarjárna.
    • áhöldum og tækjum sem notuð eru til að klippa og beygja steypustyrktarjárn.
    • staðsetningu og festingu steypustyrktarjárna í steypumótum.
    • öryggisreglum og öryggisbúnaði viðkomandi áhalda og tækja.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota og halda við áhöldum og tækjum til að klippa og beygja.
    • velja beygjuradíus, máltaka og beygja allar gerðir steypustyrktarjárns.
    • gera beygjulista og einfalda kostnaðarútreikninga á grundvelli teikninga.
    • gera einfaldar teikningar af járnbendingu mismunandi byggingarhluta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa og vinna með járnateikningar og tilheyrandi verkgögn.
    • taka á móti steypustyrktarjárni og geyma á byggingarstað.
    • velja rétt áhöld og tæki til að klippa og beygja steypustyrktarjárn.
    • leiðbeina kranastjóra við flutning á steypustyrktarjárni og tækjum.
    • móta og leggja steypustyrktarjárn og bendinet eftir teikningu og beygjulista.
    • klippa steypustyrktarjárn eftir teikningu og beygjulista.
    • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og nota öryggisbúnað.
    Símat