Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1570616558.24

    Lokaverkefni í múraraiðn
    LOKA3MR07(AB)
    23
    lokaverkefni
    Lokaverkefni í múraraiðn
    Samþykkt af skóla
    3
    7
    AB
    Í áfanganum vinna nemendur verkefni sem felur í sér samþættingu þekkingar og færni sem aflað hefur verið í skóla og á vinnustað á námstímanum. Áhersla er lögð á skipulagningu, framkvæmd, eftirlit, skráningu og rökstuðning en að öðru leyti er ekki um að ræða fyrirfram ákveðna verkþætti. Reynt er að líkja eftir aðstæðum í atvinnulífinu og því hefur nemandi aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum, efni, áhöldum og tækjum meðan á verkefninu stendur. Um er að ræða verklegan hluta sveinsprófs í múraraiðn. Þar sem verkefninu er ætlað að endurspegla raunverulegar aðstæður er æskilegt að tíminn sem ætlaður er til þess dreifist ekki á langt tímabil.
    Nemandi þarf að hafa lokið um 60 einingum af sérnámi brautar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðeigandi lögum, reglugerðum og stöðlum.
    • gerð verkáætlana og kostnaðaráætlana.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna verkáætlun og afmörkuð hönnunargögn.
    • vinna í samræmi við áætlanir um tíma og kostnað.
    • gera grein fyrir efnisafföllum og frávikum frá kostnaðaráætlun.
    • leggja mat á verkáætlun og hönnunargögn vegna verksins.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúa verkefni sem honum er fengið á eigin spýtur.
    • búa til efnis‐ og kostnaðaráætlun.
    • velja heppileg áhöld og tæki fyrir einstaka verkþætti.
    • afla sér upplýsinga um útfærslur, efni, áhöld og tæki.
    • framkvæma verkefnið sjálfstætt í samræmi við áætlanir.
    • fylgja fyrirliggjandi verkáætlun og hönnunargögnum.
    • vinna í samræmi við lög, reglugerðir og staðla.
    • vinna með hliðsjón af gæðakröfum og viðurkenndu verklagi.
    • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað.
    • gera öðrum grein fyrir verkefninu og framkvæmd þess.
    • rökstyðja val á aðferðum, efnum, áhöldum og tækjum.
    • gera grein fyrir notkun og viðhaldi á áhöldum og tækjum.
    • meta gæði verks með hliðsjón af lögum, reglugerðum og stöðlum.
    Símat