Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1570617246.03

    Múr- og steypuviðgerðir
    MSST3MR03(AB)
    1
    Múr- og steypuviðgerðir
    Múr- og steypuviðgerðir
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    AB
    Í áfanganum er fjallað um skemmdir og viðgerðir á steinsteyptum byggingum og mannvirkjum. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að varðveita byggingarsögulegt gildi húsa á sama tíma og reynt er að koma til móts við kröfur nútímans um endingu, þægindi og brunavarnir með hliðsjón af lögum og reglum. Farið er yfir greiningu á múr‐ og steypuskemmdum, niðurbrot og endurnýjun burðarvirkja og annarra byggingarhluta, fyrirbyggjandi viðhald m.m. Nemendur læra um gerð og uppsetningu algengustu kerfispalla. Kennslan er aðallega bókleg en einnig verkleg þar sem við á hverju sinni. Lögð er áhersla á smærri verkefni, sýnikennslu og heimsóknir í fyrirtæki og á vinnustaði.
    STVI1MR04AB, VLMÚ1MR09AB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingarsögulegu gildi húsa og mannvirkja.
    • byggingarsögu timbur‐ og steinhúsa á Íslandi.
    • afleiðingum mismunandi lausna fyrir varðveislugildi.
    • burðarflokkun kerfispalla með hliðsjón af notkun.
    • lögum og reglugerðum um húsafriðun og breytingar á húsum.
    • mikilvægi brunavarna við viðgerðir og endurnýjun.
    • viðhaldsörfum efna og byggingarhluta.
    • öllum helstu sprungu‐ og múrviðgerðarefnum sem til eru á markaðnum.
    • takmörkunum viðgerðarefna, aðhlúun þeirra og eftirmeðferð.
    • öryggisreglum um meðferð og notkun einstakra viðgerðarefna.
    • reglum um notkun og öryggisbúnað fyrir einstök áhöld og tæki.
    • eldri vinnuaðferðum varðandi hleðslu, múrhúðun og flísalagnir.
    • helstu gerðum kerfispalla og reglum sem gilda um þá.
    • helstu múr‐ og steypuskemmdum í byggingum og mannvirkjum.
    • aðhlúun steinsteypu og múrhúðunar á hörðnunartíma.
    • múrefnum sem notuð eru til múr‐ og steypuviðgerða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér lög og reglugerðir um húsafriðun og breytingar á húsum.
    • meta hvenær óhætt er að fjarlægja járnbindingu og endurleggja.
    • setja upp kerfispalla og fallvarnir.
    • nota öryggisreglur og öryggisbúnað við uppsetningu kerfispalla.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota reglur um öryggi og öryggisbúnað við viðgerða‐ og breytingavinnu.
    • greina skemmdir í múruðum, steyptum og hlöðnum byggingarhlutum.
    • meta umfang múr‐ og steypuskemmda og brotþörf.
    • átta sig á orsökum og afleiðingum tæringar og veðrunar á steypustyrktarjárn.
    • beitaaðferðum til viðhalds steinsteyptra og hlaðinna mannvirkja.
    • beita aðferðum sem notaðar eru til viðgerðar á mismunandi sprungugerðum.
    • þekkja tæknilegar upplýsingar einstakra efna og hvernig þær eru notaðar.
    • þekkja áhöld og tæki sem notuð eru til múr‐ og steypuviðgerða.
    • þekkja verkfæri og tæki sem notuð eru við niðurbrot og endursteypu.
    • þekkja áhöld og tæki sem notuð eru við yfirborðsmeðhöndlun.
    • geta framkvæmt múr‐ og steypuviðgerðir innan‐ og utanhúss.
    • geta framkvæmt viðgerðir í samræmi við teikningar og verklýsingar.
    • geta lagt mat á og tryggt undirstöður kerfispalla og taka niður kerfispalla.
    • beita fallvörnum við hvers kyns múr‐ og steypuvinnu.
    • undirbúa steypubrot fyrir endursteypu og múrhúðun.
    • gera við steinsteypuvirki í húsum án þess að rýra burðargetu þess.
    • velja og framkvæma endursteypu í mismunandi byggingarhlutum.
    Símat