Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1570617931.16

  Steinsteypuvirki
  STVI1MR03(AB)
  1
  Steinsteypuvirki
  Steinsteypuvirki í múraraiðn
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  AB
  Í áfanganum er fjallað um framkvæmdir við undirstöður og burðarvirki steinsteyptra bygginga og mannvirkja. Gerð er grein fyrir jarðvegsvinnu í mannvirkjagrunnum s.s. þjöppun og jöfnun fyllingar, undirbúningi móta fyrir steypu og niðurlögn hennar. Farið er ítarlega yfir samsetningu og eiginleika steinsteypu, val á steinsteypu, aðhlúun hennar á hörðnunartíma við mismunandi veðurskilyrði og eftirmeðhöndlun. Nemendur læra um framleiðslu á forsteyptum byggingareiningum, notkunarsvið þeirra, uppsetningu, kosti og galla. Kennslan er aðallega bókleg og farið er í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir.
  EFRÆ1GN04AB
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • eiginleikum og notkun jarðefna í húsgrunna og fyllingar.
  • jarðsögu og jarðfræði Íslands.
  • flokkun lausra jarðefna hér á landi.
  • tæknilegum eiginleikum bergs og lausra jarðefna.
  • þjöppun á jarðvegi sem notaður er í fyllingar.
  • öllum venjulegum grunnlögnum og fyllingu að þeim.
  • framleiðslu og uppsetningu forsteyptra húseininga.
  • helstu gerðum steinsteyptra húseininga.
  • uppsetningu steinsteyptra húseininga.
  • tilgangi og framkvæmd spenntra húseininga.
  • framleiðslu og niðurlögn steinsteypu.
  • helstu gerðum steinsteypu og notkunarsviðum þeirra.
  • samsetningu og hörðnunarferli steinsteypu.
  • mismunandi steypumótum og undirbúningi steypuniðurlagnar.
  • aðhlynningu og eftirmeðhöndlun steinsteypu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota helstu tæki sem notuð eru við jarðvegsþjöppun.
  • nota aðferðir og búnað við niðurlögn og prófun steinsteypu.
  • járn‐ og vírbenda forsteyptar húseiningar.
  • undirbúa og leggja niður steinsteypu í mót fyrir húseiningar.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • einangra sökkulveggi og fínjafna fyllingu undir botnplötu.
  • leiðbeina kranastjóra við flutning á efni og tækjum.
  • beita öryggisreglum og öryggisbúnaði við niðurlögn steinsteypu.
  • fúga og eftirmeðhöndla forsteyptar húseiningar.
  Símat