Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1570618877.29

    Teikningar og verklýsingar II - Múraraiðn
    TEIK3MR04(BB)
    13
    teikning
    Teikningar og verklýsingar í múraraiðn
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    BB
    Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í lestri og gerð uppdrátta og teikninga af mannvirkjum og sérhlutum múraraiðnar. Í þessum áfanga er lögð áhersla á ýmsar deililausnir varðandi flísa‐ og steinlagnir auk þess sem farið er yfir hleðslu húsa og einstakra byggingarhluta. Nemendur læra um flísalagnir á baðherbergi og í sundlaugum, algengustu steinlagnir, hleðslu einfaldra mannvirkja og bygginga úr náttúru‐ og hleðslusteini auk arinsmíði. Jafnframt er komið inn á útfærslur og hönnun plastkubbahúsa. Fjallað er um mismunandi útfærslur á mynstrum og hleðslum, hönnun og hönnunarforsendur, verklýsingar með tilliti til m.a. efniskrafna og einangrunar, fagheiti, teiknitákn m.m. Kennslan byggir á verkefnavinnu ásamt fræðslu og upplýsingum frá kennara.
    TEIK2MR04AB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ákvæðum reglugerðar um eldstæði og reykháfa.
    • helstu mynstrum og útfærslum við flísa‐ og steinlagnir og hleðslu úr steini.
    • ákvæðum reglugerðar um útfærslur á baðherbergjum og salernum.
    • gerðum uppdrátta og teikninga og öllum almennum teiknitáknum.
    • teikniaðferðum og teiknireglum fyrir séruppdrætti múrverks.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita ákvæðum reglugerðar um brunavarnir og einangrun bygginga.
    • lesa og vinna með uppdrætti af flísa‐ og steinlögnum og hleðslu.
    • lesa og skilja merkingar á teikningum og verklýsingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • styðjast við Rb‐blöð í upplýsingaleit og við gerð teikninga.
    • gera efnislista og útreikninga á grundvelli hönnunargagna.
    • gera einfalda uppdrætti og teikningar af flísa‐ og steinlögnum og hleðslu.
    • gera séruppdrætti og sýna deililausnir vegna flísa‐ og steinlagna.
    • gera fríhendisrissmyndir af flísa‐ og steinlögnum og hleðslu.
    Símat