Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1570619586.66

    Útveggjaklæðningar í múraraiðn
    UTMV3MR04(AB)
    1
    Útveggjaklæðningar
    Útveggjaklæðningar í múraraiðn
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    AB
    Í áfanganum eru tekin fyrir grunnatriði í byggingaeðlisfræði s.s. kröfur til bygginga, innri og ytri kraftar, burðarvirki og mismunandi álag. Í tengslum við það er fjallað um ýmsa almenna þætti hita‐, hljóð‐ og rakaeinangrunar og brunatæknilegar útfærslur á byggingum. Því næst læra nemendur um loftræst og óloftræst klæðningakerfi fyrir náttúrustein og keramikflísar á veggi og þök utanhúss. Fjallað er um uppbyggingu slíkra kerfa, klæðningarefni, festingar og upphengingu með áherslu á frágang á fúgum, köntum og aðliggjandi byggingarhlutum. Kennslan er að mestu bókleg þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu kerfanna, klæðningu, sýnikennslu, smærri verkefni og heimsóknir.
    STVI1MR04AB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu ytri og innri áraunum sem byggingar verða fyrir.
    • burðarþoli og spennu í einstökum byggingarhlutum.
    • grunnatriðum hita‐, raka‐ og hljóðeinangrunar.
    • brunahönnun og brunavörnum í byggingum.
    • eiginleikum og notkunarsviði algengra burðar‐ og klæðningakerfa.
    • einstökum festingakerfum, kostum þeirra og göllum.
    • loftræstum og óloftræstum klæðningakerfum fyrir náttúrustein og keramikflísar.
    • einangrun og vindþéttingu undir loftræstar klæðningar.
    • áhöldum og tækjum sem notuð eru við uppsetningu klæðningar.
    • frágangi fúga, kanta og aðliggjandi byggingahluta.
    • öryggisreglum og öryggisbúnaði við uppsetningu útveggjaklæðninga.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina mismunandi álag á byggingar og áhrif þess á efnisval og útfærslur.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir algengum mistökum varðandi einangrun.
    Símat