Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1570624501.77

    Flísalagnir
    VLMÚ2MR06(BB)
    1
    Verkleg múriðn
    Verkleg múriðn
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    BB
    Í áfanganum læra nemendur um múrhúðun og múrkerfi veggja utanhúss bæði með og án einangrunar. Gerð er grein fyrir undirbúningi steinflata, uppbyggingu mismunandi múrhúða og múrkerfa, notkunarsviðum þeirra og algengustu gerðum yfirmúrs. Fjallað er um eins, tveggja og þriggja laga múrhúð og þunnhúð með áherslu á áhöld, tæki og vinnuaðferðir. Nemendur fá þjálfun í að rappa, múrfylla, afrétta og pússa slétthúð með hefðbundnum hætti auk þess að læra um aðrar gerðir yfirmúrs eins og hraunun, steiningu, perlupússningu og yfirborðslitun. Varðandi múrkerfin er lögð áhersla á að kynna þau fjöldaframleiddu múrkerfi sem eru á markaði hér á landi, einangrunarefni, festingar, net og múrblöndur. Lögð er áhersla á frágang á hornum, köntum og vatnsbrettum. Kennsla í áfanganum er bæði bókleg og verkleg og byggist á gögnum frá kennara, sýnikennslu og fjölþættum einstaklingsverkefnum. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að kenna nemendum um notkunarmöguleika og lagningu náttúrusteins s.s. marmara, gabbrós, grágrýtis og fleiri steintegunda. Nemendur læra um mismunandi bergtegundir, uppruna þeirra, eiginleika, vinnslu og notkun. Fjallað er um undirbúning á flötum, deilingu á fleti, útsetningu, sögun, lagningu, fúgun og eftirmeðhöndlun. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og nemendur fá þjálfun í að undirbúa, leggja og ganga frá algengustu gerðum náttúrusteins. Í áfanganum læra nemendur að útsetja gólf og tröppur fyrir ílögn, undirbúa og hreinsa fleti, afrétta og leggja í með mismunandi efnum, s.s. hefðbundnum ílögnum, sjálfútleggjandi og anhydrit ílögnum, terrassó‐ og epoxy‐gólfefnum. Fjallað er um grunnatriði gólfaílagna bæði innanhúss og utan, áhöld, tæki, efni og aðferðir. Lögð er áhersla á ílögn í gólf með vatnshalla, frágang í kringum niðurföll, terrassólögn, slípun hennar og póleringu. Jafnframt læra nemendur um slípun á grunnsteypu, tæki og aðferðir. Kennsla í áfanganum er bæði bókleg og verkleg og nemendur vinna fjölþætt verkefni þar sem komið er inn á flesta grunnþætti gólfaílagna.
    VLMÚ1MR09AB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • efnasamsetningu og blöndunarhlutfalli múrblandna.
    • helstu steintegundum og vinnslu náttúrusteins.
    • algengustu aðferðum við grjótnám.
    • vinnsluferli náttúrusteins í steinsmiðju.
    • eiginleikum, notkunarsviði og umhirðu náttúrusteins.
    • sjónrænum eiginleikum mismunandi bergtegunda.
    • helstu tæknilegu eiginleikum algengra bergtegunda.
    • umhirðu og viðhaldi mismunandi náttúrusteins.
    • efnum sem notuð eru við slípun á ílögnum og terrassó.
    • öryggisreglum um meðferð og notkun einstakra efna.
    • notkun og meðferð hræri‐ og sprautuvéla.
    • öryggisreglum og öryggisbúnaði viðkomandi áhalda og tækja.
    • mismunandi yfirborðsáferð náttúrusteins.
    • áhöldum og tækjum sem notuð eru við lagningu og slípun náttúrusteins.
    • áhöldum og tækjum til að saga og bora náttúrustein.
    • sérhæfðum ílögnum og notkunarsviði þeirra.
    • terrassó‐ og epoxy‐gólfefnum og notkun þeirra.
    • meðferð og viðhaldi einstakra áhalda og tækja.
    • helstu gerðum gólfvirkja, stiga og trappa og útfærslum þeirra.
    • mismunandi yfirborðsáferð gólfflata og hvernig viðeigandi áferð er fengin fram.
    • múrblöndum sem notaðar eru í múrhúðir utanhúss.
    • helstu gerðum múr‐ og þunnhúðar og notkunarsviðum þeirra.
    • geymslu múrblandna og tæknilegum eiginleikum þeirra.
    • aðhlúun einstakra múrblandna við mismunandi aðstæður.
    • tilbúnum múrblöndum sem notaðar eru í múrvinnu utanhúss.
    • umgengni og öryggisreglum viðkomandi múrefna.
    • áhöldum og tækjum sem notuð eru við múr‐ og þunnhúðun utanhúss.
    • tækjum til að útsetja og mæla fyrir steinflísum.
    • umhirðu og viðhaldi áhalda og tækja til steinlagna.
    • undirbúningi flata fyrir steinlögn inni og úti.
    • deilingu steinflísa á fleti og helstu mynstur‐ og skreytimöguleikum.
    • múrblöndum og öðrum efnum sem notuð eru í gólfaílögn.
    • áhöldum og tækjum til gólfaílagna og vélslípunar.
    • áhöldum og tækjum til að hræra og leggja úr mismunandi ílögn.
    • efnum sem notuð eru í gólf‐ og tröppuílagnir og blöndun þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera við algengar skemmdir í náttúrusteini.
    • vélslípa steinefnabundna fleti og framkvæma eftirmeðhöndlun.
    • velja rétta hræri‐ og sprautuvél fyrir tiltekin verkefni.
    • nota og halda við áhöldum og rafmagnshandverkfærum.
    • beita áhöldum og tækjum til að leggja og slípa/pólera stein.
    • meta raka og styrk í undirgólfum úr steini og tré.
    • haga undirbúningi í votrými í samræmi við vatnsálag.
    • meta gæði undirgólfs í þurr‐ og votrými fyrir steinlögn.
    • leggja náttúrustein í lím og múr innanhúss og utan.
    • ganga frá fúgum og slípa/pólera steinfleti.
    • beita öryggisráðstöfunum við vinnslu og lagningu náttúrusteins.
    • stilla slípivélar og önnur tæki til yfirborðsmeðferðar.
    • beita öryggisreglum og nota öryggisbúnað viðkomandi verkfæra og tækja.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja múrblöndu með hliðsjón af verkefni hverju sinni.
    • múrhúða á mismunandi veggfleti utanhúss.
    • undirbúa og rappa steinfleti utanhúss fyrir múrhúðun.
    • rétta af veggi og horn, múrfylla í net og pússa.
    • fínpússa með hliðsjón af endanlegum yfirborðsefnum.
    • undirbúa veggi fyrir steiningu með múrgrunni og steinað.
    • beita öryggisráðstöfunum og nota öryggisbúnað við múrhúðun utanhúss.
    • greina og meta mismunandi gerðir undirgólfa.
    • velja rétta forvinnu fyrir mismunandi gerðir yfirborðs.
    • undirbúa fleti úr mismunandi efnum fyrir steinlögn.
    • saga og bora náttúrustein og leggja í múr eða lím.
    • velja heppilegar múrblöndur fyrir tilteknar aðstæður.
    • undirbúa gólf, stiga og tröppur undir ílögn mismunandi gólfefna.
    • leggja út múr‐, flot‐ og epoxyefni og terrassó á gólf, stiga og tröppur.
    • ganga frá hornum og köntum á stigum og tröppum.
    • rétta af og leggja mismunandi efni í gólf, stiga og tröppur innanhúss og utan.
    Símat