Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1571231714.29

    Betra samfélag
    LEIK2BS05
    10
    leiklist
    baksviðs
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur trúðatækni og samfélagsleikhúsi. Í fyrri hluta áfangans finna þau sinn eigin trúð og leika trúðasýningu fyrir leik- og grunnskólanema í nærliggjandi skólum. Nemendur fá þannig tækifæri til að æfa sig í að sýna fyrir áhorfendur og leik- og grunnskólanemar fá tækifæri til að „æfa“ sig í að fara í leikhús. Í seinni hluta áfangans öðlast nemendur þekkingu og skilning á samfélagsleikhúsi. Hugtakið felur í sér að búa til listræna ferla með fólki út í samfélaginu þar sem tekist er á við hversdagslega hluti. Nemendur vinna með eldri borgurum í Garðabæ að sýningu þar sem kannað verður hvað þessir tveir hópar eiga sameiginlegt. Yfirskrift sýningarinnar er „Hvað eigum við sameiginlegt?“. Mikil áhersla er lögð á að tengja nám nemenda út í samfélagið og opna augu þeirra fyrir því að leiklist þarf ekki að vera bundin við „Black box“ leikhúsið með ljósum og leikmyndum. Vinnan gengur út á valdeflingu, bæði nemenda í áfanganum og þeirra sem þau vinna með út í samfélaginu.
    LEIK2SL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tækni trúðsins
    • fræðilegum og sögulegum þáttum trúðaleiks
    • samfélagsleikhúsi/hagnýtri leiklist
    • fræðilegum og sögulegum þætti samfélagsleikhúss
    • hvernig hægt er að gera leiklist aðgengilega út í samfélaginu
    • hvernig hægt er að vinna með leiklist inn á stofnunum
    • hugtakinu valdefling
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna stutta leiksýningu út frá tækni trúðsins
    • leika fyrir börn
    • vinna samfélagslegt leikhús inn á stofnun eins og elliheimili
    • fjalla um og greina samfélagið í gegnum leiklist
    • vinna að því að skapa leiksýningu með leikhópi
    • sýna leiksýningu í ólíkum rýmum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að leiksýningu sem byggir á tækni trúðsins
    • tengja leiklist inn í samfélagið
    • vinna að samfélagsleikhúsi með ólíkum samfélagshópum
    • taka áhættu í listinni
    • sýna frumleika í vinnu
    • vinna á lausnarmiðaðan hátt í hópi