Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1571232904.76

  Leikstjórinn
  LEIK3LS05
  4
  leiklist
  leikstjórinn
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Lögð er áhersla á að kynna nemendur fyrir leiklist út frá ólíkum sjónarhornum. Sérstök áhersla er lögð á sjónarhorn leikstjórans. Nemendur fá innsýn í hugmyndir og aðferðir frægra kennismiða í vestrænni leiklist. Nemendur nýta þessar hugmyndir og aðferðir, sem og aðra tækni sem þeir hafa lært á skólagöngu sinni, til að leikstýra samnemendum sínum í stuttum senum. Einnig kynnast nemendur því fjölbreytta starfi sem fram fer innan veggja leikhússins. Listamenn úr ólíkum fagstéttum innan leikhússins koma í heimsókn og kynna vinnu sína fyrir nemendum sem nýta sér þá þekkingu í eigin vinnu. Þetta eru m.a. leikskáld, leikstjóri, búninga- og sviðsmyndahönnuður
  LEIK2SV05 LEIK3SK05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hlutverki leikstjórans í uppsetningu sviðslistaverks
  • samspili mismunandi sjónarhorna þeirra listamanna sem koma að uppsetningunni
  • hvernig hægt er að leikstýra handriti
  • hvernig hægt sé að sameina ólík listform í eigin sviðslistaverki
  • því víðtæka starfi sem fram fer við uppsetningu sviðslistaverka
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna stutta leiksenu bæði sem leikstjóri og leikari út frá ólíkum kenningum og aðferðafræði
  • nýta ólík listform við uppsetningu á sviðslistaverki
  • beita tungumáli leikhússins
  • taka virkan þátt í leikhúsumræðu
  • geta rökstutt og miðlað listrænum ákvörðunum sínum í ræðu og riti
  • greina senur og leiktexta til að geta tekið sjálfstæðar og listrænar ákvarðanir sem þjóna verkinu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilgreina uppsetningu leikverks út frá sjónarhorni leikstjórans
  • geta tekið virkan þátt í hugmyndavinnu við uppsetningu sviðslistaverks sjálfstætt eða í hópi
  • gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem leikhúsformið býður upp á
  • koma sinni persónulegu rödd að í sjálfstæðu sviðslistaverki
  • koma hugmyndum sínum á framfæri við samstarfsaðila á skýran og skilmerkilegan hátt
  • setja eigin hugmyndir og vinnu í samhengi við þær kenningar og aðferðir sem þau hafa þegar tileinkað sér í námi sínu
  • taka þátt í samræðum á faglegum grundvelli um þau ólíku listform sem liggja að baki sviðslistaverki