Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1571308262.02

    Efnisfræði fataiðna
    EFNI1FT04(AH)
    1
    efnisfræði
    Efnisfræði fataiðna
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AH
    Í áfanganum kynnast nemendur mismunandi textílhráefnum, uppruna þeirra og eiginleikum. Skoðuð eru trefjasýnishorn og prófanir gerðar í þeim tilgangi að læra að þekkja gerð þeirra út frá viðbrögðum, t.d. við bruna og kemíska meðferð. Þá eru kynntar helstu aðferðir við litun og eftirmeðferð efna í framleiðslu. Alþjóðlegir leiðbeiningastaðlar, gæðastaðlar og náttúruvernd tekin fyrir. Nemendur safna upplýsingum og prufum í vinnubók.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi trefjategundum.
    • algengustu bindingum í ofinni og prjónaðri voð.
    • meðferð eftir merkingum trefja.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina náttúru- og manngerðar trefjar með brunaprófun.
    • greina vefnaðar- og prjónabindingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meðhöndla, greina og fjalla um mismunandi trefjar.
    • koma sér upp upplýsinga- og uppflettiriti um áfangann.
    Símat