Markmið áfangans er að gera nemendum tækifæri á að skapa, þróa og útfæra leikjahugmynd sem spilanlegan leik eða borðspil. Í áfanganum vinna nemendur saman í hópum; útbúa tímaáætlun, nota netið til að afla sér upplýsinga, sjá um skipulag og vinna saman að því að smíða tölvuleik eða að hanna borðspil. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og sem hluti af teymi undir leiðsögn kennara. Í lok annar kynna nemendur afraksturinn og vinna í kjölfarið að markaðssetningu afurðar.
Nauðsynlegt er að hafa lokið áfanganum TÖHÖ2LH05 (2D leikjahönnun).
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugmynda- og hönnunarvinnu innan teymis
aðferðafræði sem byggir á gagnsæi og aðlögun
uppsetningu og útgáfu tölvuleikja
orðanotkun í leikjageiranum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga á netinu
vinna sjálfstætt að skilgreindu markmiði
taka þátt í skapandi teymisvinnu
skipuleggja langtímaverkefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
smíða tölvuleik í þrívídd/hanna borðspil
takast á við frekara nám í leikjahönnun
Áfanginn er símatsáfangi og byggir á mætingu og reglulegum verkefnaskilum.