Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1571317745.31

    Sniðagerð - herrafatnaður I
    FSNK2FT05(AH)
    1
    Sniðagerð - herra
    Sniðagerð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AH
    Kennd eru grunnatriði sniðagerðar varðandi herrafatnað. Kynnt eru hugtök, heiti og skammstafanir við máltöku og sniðagerð. Kennd er máltaka, útreikningur og teikning grunnsniða af buxum og vestum eftir leiðsagnarteikningum. Ýmsar útfærslur af buxum og vestum eru teiknaðar ásamt teikningum fyrir vasa og annað tilheyrandi. Lögð er sérstök áhersla á nákvæm vinnubrögð og skipulagningu við sniðteikningu ásamt kontrólmælingum. Nemendur safna sniðteikningum og tilheyrandi upplýsingum í vinnubók.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum í sniðagerð á herrabuxum og vestum.
    • hugtökum, heitum og skammstöfunum sem tengjast máltöku og sniðagerð.
    • nákvæmum vinnubrögðum og skipulagningu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna grunnsnið fyrir buxur og vesti.
    • gera kontrólmælingar.
    • teikna ýmsa fylgihluta fyrir buxur og vesti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna margvíslegar úfærslur fyrir buxur og vesti.
    • nota heiti, hugtök og skammstafanir sem tíðkast í faginu.
    • beita skipulögðum og vönduðum vinnubrögðum.
    Símat