Kennd eru undirstöðuatriði sniðagerðar á dömufatnaði. Kynnt eru hugtök, heiti og skammstafanir. Farið er í máltöku og útreikning á málum fyrir pils og buxur. Teiknaðir eru mismunandi grunnar og útfærslur. Lögð er áhersla á nákvæm vinnubrögð og skipulag við sniðteikningu ásamt kontrólmælingum. Fjallað er um mismunandi sniðútfærslur og nemendur teikna snið af pilsi og buxum út frá eigin hugmyndum í samráði við kennara. Nemendur koma sér upp ítarlegri vinnubók með sniðteikningum og tilheyrandi upplýsingum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum í sniðagerð dömufatnaðar.
hugtökum, heitum og skammstöfunum sem tengjast máltöku og sniðagerð.
mikilvægi nákvæmra vinnubragða og skipulagningar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna grunnsnið.
nota heiti, hugtök og skammstafanir í faginu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: