Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1571671961.77

  Enska, science and history
  ENSK3SH05
  75
  enska
  Grunnþættir enskunnar, bókmenntir, menning og saga enskumælandi landa
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Meginviðfangsefni áfangans er þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum og orðaforða sem undirbúningur fyrir háskólanám. Kennsluefni í áfanganum er tengt raunvísindum og sögu þeirra almennt í þeim tilgangi að þjálfa vísindalæsi. Í áfanganum verða auknar kröfur gerðar til sjálfstæðis nemenda í námi og hæfileika þeirra til að koma þekkingu sinni skýrt og greinilega frá sér í ræðu og riti. Ætlast er til að nemendur sýni frumkvæði og eigi auðvelt með að afla sér upplýsinga um tiltekin viðfangsefni tengd áfanganum sem og nýta sér þau hjálpartæki sem þeir þurfa til ritunar og skilnings. Áfanginn miðar að því að nemendur verði vel læsir á flóknari texta og að þeir tileinki sér sérhæfðari orðaforða á sviði raunvísinda. Nemendur skulu geta tjáð hugsanir sínar skýrt og óhikað hvort heldur sem í ræðu eða riti og beita rökum máli sínu til stuðnings.
  10 einingar í ensku á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi á háskólastigi
  • Rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
  • Helstu efnisatriðum í sögu raunvísinda
  • Lesa fjölbreyttar gerðir texta, sér í lagi fræðilega
  • Lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
  • Nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni fræðilegs eðlis
  • Beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
  • Skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Lesa fjölbreyttar gerðir texta, sér í lagi fræðilega
  • Lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
  • Nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni fræðilegs eðlis
  • Beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
  • Skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg, fræðileg og fjölmenningarleg efni.
  • Fytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum.
  • Skrifa ýmiskonar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig.
  • Taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt.
  • Nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti.