Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1572875154.44

    Söngur og túlkun
    LEIK3ST05
    6
    leiklist
    Söngur og túlkun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum eru kenndar aðferðir í söngtúlkun tengdar flutningi og skilningi á innihaldi söngtexta í söngleikjum. Nemendur læra að vinna söngtexta úr söngleik til flutnings og farið er í grunnþætti raddbeitingar og söngtúlkunar. Unnið er með sönglög úr söngleikjum, revíum og/eða óperettum. Einnig fá nemendur kennslu í raddheilbrigði. Nemendur vinna hver með eitt lag, ásamt hóplögum, sem öll verða flutt í samsettri revíusýningu í lok annar.
    LEIK2BS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig unnið er með söngröddina og undirstöður í söngtækni
    • hvernig vinna skal með söngtexta til túlkunar á leiksviði
    • þeim ólíku leiðum sem hægt er að fara við að túlka og tjá söngtexta á sviði
    • samvinnu út frá leik, söng og dansi í revíuformi
    • hvernig lag samtvinnast söguþræði í mismunandi stílum söngleikjaformsins (revíur, óperettur, rokkóperur, glymskrattasöngleikir o.fl.)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hita upp rödd og líkama til að undirbúa söngflutning
    • greina lag til túlkunar og flutnings
    • beita röddinni á áhrifaríkan, dýnamískan og blæbrigðaríkan hátt bæði í söng og leik
    • nýta söngtækni í flutningi sönglags á leiksviði
    • tengja saman rödd og tónheyrn
    • skrá hjá sér hugleiðingar um vinnu með rödd
    • nýta sér tækniæfingar til að vinna með söng
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flytja lag úr söngleik á áhrifaríkan og blæbrigðaríkan hátt á leiksviði
    • nýta þá raddtækni sem hann hafa lært til flutnings á sönglagi/texta
    • geta tengt saman hlustun og raddbeitingu (tónheyrn)
    • segja frá og skrifa um ólíkar leiðir til að túlka og tjá texta
    • setja upp sýningu út frá revíuforminu