Áfanginn felur í sér starfsþjálfun á námssamningi þar sem nemandi beitir þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem hann hefur aflað sér í náminu. Kröfur í starfsþjálfun aukast stig af stigi. Að loknu námi í skóla, starfsþjálfun og fullnægjandi útfylltri ferilbók er neminn tilbúinn í sveinspróf. Á 2. þrepi er dregið úr aðstoð en tilsögn meistara ætíð tiltæk. Sjálfstæði nemandans eykst síðan eftir því sem á námið líður. Á 2. þrepi þekkir nemandi vel til vinnustaðamenningar og verksviða fagsins. Hann öðlast aukna færni í að beita áhöldum og nota efni sem tilheyra faginu. Hann getur unnið með viðurkenndu verklagi samkvæmt öryggisreglum og fylgt hönnunargögnum með tilsögn. Í lok áfangans hefur hann náð færni til að hefja nám á 3. þrepi starfsþjálfunar.
STAÞ2MR20BB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu verksviðum fagsins.
helstu öryggis- og umhverfisatriðum sem snerta fagið.
helstu gæðakröfum sem snerta fagið.
eiginleikum og möguleikum þeirra efna sem hann vinnur með innan fagsins.
áhöldum og tækjum sem tilheyra faginu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fylgja hönnunargögnum með tilsögn.
vinna í samræmi við gildi og stefnu vinnustaðarins.
vinna með hliðsjón af gæðakröfum og viðurkenndu verklagi.
vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað.
beita fjölbreyttum aðferðum til að ná markmiðum í starfi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita sjálfstæði í vinnubrögðum.
horfa á verk sitt gagnrýnum augum og bæta verklag með aðstoð meistara.
nota og sinna viðhaldi á áhöldum og tækjum.
beita sér rétt við vinnu.
sýna þjónustulund og góða umgengni og umhirðu á vinnustað.