Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1573042389.33

    Íslenska ljóðagerð
    ÍSLE3LJ05
    None
    íslenska
    Ljóð
    í vinnslu
    3
    5
    Á þriðja þrepi eru auknar kröfur gerðar til sjálfstæðis nemenda í námi og hæfileika þeirra til að koma þekkingu sinni skýrt og greinilega frá sér í ræðu sem og riti. Ætlast er til að nemendur sýni frumkvæði og eigi auðvelt með að afla sér upplýsinga um tiltekin viðfangsefni tengd áfanganum sem og að þeir læri að nýta sér þau hjálpartæki sem þeir þurfa til ritunar og skilnings. Í áfanganum kynnast nemendur þróun ljóðlistar á Íslandi allt frá landnámsöld til okkar tíma. Fjallað verður um helstu strauma og stefnur í íslenskri ljóðlist og helstu skáld á hverju tímabili. Nemendur læra grunninn í íslenskri bragfræði og að setja saman vísur á réttan hátt. Fjallað verður um helstu hugtök sem tengjast listinni að semja ljóð og setja saman vísur og nemendur þjálfast í notkun þeirra.
    A.m.k. 10 einingar á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • formi og einkennum íslenskrar bragfræði
    • sögu og þróun íslenskrar ljóðlistar, stöðu hennar innan bókmenntanna og hlutverki hennar í menningarsögu þjóðarinnar
    • helstu hugtökum sem tengjast ljóðagerð
    • verkum ýmissa íslenskra ljóðskálda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um þá þekkingu sem þeir öðlast
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við útfærslu verkefna
    • setja saman vísur eftir reglum íslensku bragfræðinnar
    • beita helstu hugtökum sem tengjast íslenskri ljóðlist
    • lesa og fjalla um ljóðlist á gagnrýninn og fræðilegan hátt
    • flytja af öryggi vel byggða kynningu á bókmenntalegu viðfangsefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • njóta þess að lesa ljóð og getað mótað hugsanir sínar í ljóðform, jafnt með hefðbundnum sem, óhefðbundnum hætti
    • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um ljóðlist
    • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.