Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1573043250.57

    Danska undirbúningur
    DANS1UN03
    28
    danska
    undirbúningsáfangi í dönsku
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Áfanginn miða að því að nemendur öðlist færni í undirstöðuatriðum danskrar málfræði, séu færir um að tjá sig um einfalda hluti bæði munnlega og skriflega, skilji dagleg mál og séu undir það búnir að fara á annað þrep í dönsku. Til þess þurfa nemendur meðal annars að öðlast nokkuð breiðan, hagnýtan og virkan orðaforða. Áhersla verður lögðu á að nemendur læri að nýta sér öll þau hjálpartæki sem í boði eru og þeim gerð grein fyrir því hvernig þeir geti sjálfir bætt við þekkingu sína og tekið ákvarðanir er varða nám þeirra. Unnið er að því að efla sjálfstæði nemenda og þeir hvattir til að finna eigin leiðir til að ná árangri í náminu, því er áhersla lögð á að nemendur vinni sjálfstætt að hinum ýmsum verkefnum og kynningum. Nemendur kynna sér menningu Danmerkur og Norðurlandanna í gegnum texta frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og Danmörku
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum danskrar málfræði
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að skilja einfaldan texta
    • grundvallarþáttum málkerfisins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg einföld efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
    • lesa ýmiss konar texta
    • geta tjáð sig um einfalt efni sem hann þekkir
    • skrifa texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með einföldum frásögnum um almenn efni
    • leita sér upplýsinga úr textum af hæfilegu þyngdarstigi
    • leysa úr viðfangsefnum af þyngd sem hæfir áfanganum
    • miðla eigin hugmyndum í ræðu og riti
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum