Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1573051144.13

  Geðrækt, ég um mig frá mér til mín
  LÝÐH2GR05
  9
  lýðheilsa
  Geðrækt
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er tekið á áskorunum daglegs lífs og eðlilegum streituvöldum í lífi fólks. Unnið verður með nútvitund, hugleiðslu, viðbrögð við mismunandi aðstæðum, ásamt djúpöndun og slökun. Kennsluhættir verða lagaðir að kennsluhóp hverju sinni. Unnið verður mikið með æfingar í leikjaformi sem og umræður. Áfanginn er ekki sálfræðimeðferð, heldur heilsuræktaráfangi með forvarnargildi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Aðferðum til þess að takast á við eigin líðan
  • Tengslum hugsunar og hegðunar
  • Streituvöldum í eigin lífi
  • Aðferðum til að takast á við kvíða og depurð
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Setja sér markmið í samræmi við SMART
  • Þekkja kosti sína og galla
  • Framkvæma hugleiðslu og vinna í núvitund
  • Gera hugtakakort um sjálfan sig ásamt kostum, göllum o.fl.
  • Taka á sjálfum sér og breyta mynstri sínu við mismunandi atferli
  • Virkja skapandi hugsun og sjá sig á myndrænan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Þekkja tengsl andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu
  • Geta verið gagnrýninn á eigin hegðun í samskiptum við aðra
  • Geta gagnrýnt á uppbyggilegan hátt og taka gagnrýni
  • Hvernig þeir hafa áhrif á umhverfi sitt og annað fólk með eigin framkomu og hegðun.
  Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.