Í áfanganum er kennd smíði glugga og útihurða með áherslu á trésamsetningar, vélavinnu og handverk. Nemendur læra um viðartegundir og önnur smíðaefni sem notuð eru í glugga og útihurðir, áhöld og tæki, samsetningaraðferðir, yfirborðsmeðferð og smíðisfestingar. Lögð er áhersla á að nemendur geti metið gæði þeirra smíðaefna og að endanlegur smíðishlutur uppfylli kröfur um málsetningar og útlit Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í notkun og umgengni við allar algengar trésmíðavélar og kynnast flóknari vélbúnaði sem sérstaklega tengist glugga‐ og hurðasmíði. Kennsla er að mestu verkleg þar sem nemendur smíða hluti eftir teikningum og verklýsingum.
TRÉS1SA06BB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
umgengni og notkun áhalda og trésmíðavéla fyrir glugga og hurðasmíði.
vali efna til glugga og hurðasmíða.
smíðaefnum sem notuð eru við gerð glugga og útihurða.
samhengi milli snúnings‐, skurðar‐ og mötunarhraða og yfirborðsgæða.
samsetningaraðferðum á gluggum og útihurðum.
helstu efnissamsetningum sem notaðar eru í gluggum og hurðum.
samlímingu á tré sem notað er til að smíða bogna og beina íhluti.
öryggisreglum og öryggisbúnaði sem snertir áhöld, tæki og efni í smíðum.
aðferðum til að fúaverja og yfirborðsmeðhöndla glugga og útihurðir.
vinnuaðstöðu og vinnumhverfi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna eftir teikningum og verklýsingum fyrir glugga‐ og hurðasmíðar.
nota málma og plast við smíði glugga og útihurða.
brýna og halda við einföldum skurðarverkfærum.
nota og halda við áhöldum, rafmagns‐ og lofthandverkfærum.
umgangast flóknar trésmíðavélar með tillit til notkunar og öryggismála.
lesa merkingar og flokka efni með tilliti til útlits og styrks.
vinna yfirborð glugga og útihurða.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
velja réttar vélar og hentugt smíðaefni með hliðsjón af verkefni.
velja skurðarverkfæri og skurðarhorn út frá viðartegund.
velja samsetningaráhöld, slípi‐ og málningarkerfi fyrir glugga- og hurðasmíði.
smíða glugga og útihurðir með þéttingum og fylgihlutum, utan‐ og innanhúss.
smíða útihurð með spjöldum ásamt karmi og stáli.
smíða skapalón með hliðsjón af hönnunargögnum.
ganga frá smíðishlut með gleri, þéttilistum og stáli.
staðsetja og taka úr fyrir lömum og skrám í höndum og með vélum.