Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1573120606.49

    Inniklæðningar
    INNK2SA04(AB)
    6
    Inniklæðningar
    Inniklæðningar SA
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AB
    Í áfanganum er fjallað um létt byggingavirki innanhúss með áherslu á útfærslur og klæðningu veggja, lofta og gólfa. Gerð er grein fyrir uppsetningu einstakra grindar- og klæðningakerfa, efnisnotkun, festingum, einangrun, áhöldum, tækjum og vinnu-aðferðum. Nemendur læra um smíði léttra innveggja úr blikkstoðum, klæðningu þeirra með gipsplötum, uppsetningu niðurhengdra kerfislofta og lagningu mismunandi parkets m.m. Sérstök áhersla er lögð á útfærslur og frágang á léttum byggingavirkjum í votrými.
    TRÉS1SA06BB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi kerfisveggjum, kostum þeirra og göllum.
    • uppsetningu og klæðningu léttra kerfisveggja innanhúss.
    • efni og festingum sem notaðar eru í létt veggvirki innanhúss.
    • uppbyggingu algengra kerfislofta og notkunarsvið þeirra.
    • smíði léttra kerfisveggja innanhúss með hliðsjón af reglum og leiðbeiningum framleiðenda.
    • öryggisreglum og öryggisbúnaði við smíði léttra veggvirkja innanhúss og kerfislofta.
    • helstu gerðum af gegnheilu og fljótandi parketi og eiginleikum þeirra.
    • efnum og áhöldum sem notuð eru við lagningu og slípun parkets.
    • frágangi, slípun og yfirborðsmeðferð á nýju og eldra parketi.
    • öryggisráðstöfunum við lagningu, slípun og yfirborðsmeðferð á parketi.
    • uppsetningu burðar- og þverlista og stillingu grindar.
    • lagningu parkets á mismunandi undirstöður og efni.
    • algengustu burðarkerfum fyrir niðurhengd loft og uppsetningu þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • merkja og setja upp vegglista, festingar og upphengjur.
    • sníða og koma plötum fyrir og búa til loftlúgu.
    • undirbúa og leggja gegnheilt og fljótandi parket á stein og tré.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja áhöld og tæki til uppsetningar á grind og klæðningu.
    • forma gipsplötur á bogna veggi og festa upp.
    • leggja parket á stein og tré innanhúss.
    Símat.