Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1574172856.25

    Styrkar- og tækniþjálfun - grunnur
    AFÍÞ1GR05
    9
    Afreksíþróttir
    Grunnur
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er byggður í kringum skipulagða þjálfun í tiltekinni íþróttagrein í íþróttafélagi innan ÍSÍ. Áfanginn byggir á formlegum samningi skólans og íþróttafélags. Nemendur, þjálfari og íþróttakennari skólans gera með sér samning þar sem nemandinn skuldbindur sig til ástundunar, mætinga og að vera fyrirmynd annarra hvað varðar heilsusamlegt líferni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leikfræði, tækni og grunnreglum íþróttarinnar
    • mikilvægi aga og ábyrgðar afreksíþróttamanns til að ná árangri
    • mikilvægi heilsusamlegs lífernis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda íþróttina á skipulagðan hátt
    • framkvæma tækniatriði íþróttarinnar
    • halda utan um sína eigin þjálfun með ferilbók
    • ígrunda nám sitt á einfaldan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér og ástunda heilsusamlegt líferni
    • bera ábyrgð á eigin námi
    • auka tæknilega færni í íþróttinni
    • vera hluti af þeirri félagslegu heild sem íþróttin er
    • vera fyrirmynd annarra í íþróttinni
    Leiðsagnarmat, námsmappa og ferilbók