Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1574343440.57

    Vélmenni II
    ROBO3RF05(BU)
    2
    Vélmenni
    Vélmenni II
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    BU
    Í áfanganum leysa nemendur stórt verkefni sem er fyrirframskilgreint. Nemendur gera verkáætlun þar sem verkefnið er brotið niður í minnstu einingar. Logskrár, verkáætlun, auðlindir (þ.e. vélbúnaður og hugbúnaður sem til þarf), flæðirit, sauðakóði og innleiðing. Öllu er steypt saman í lokaskýrslu.
    ROBO2RG05AU
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi skráningar (documentation).
    • mikilvægi verkefnastjórnunar.
    • aðferðum til að brjóta niður vandamál.
    • samskiptum hugbúnaðar og vélbúnaðar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp verkáætlun.
    • skrá niður á skipulegan hátt vinnu, niðurstöður og lausnir.
    • nota lausnaraðferðir til að brjóta niður vandamál í smærri einingar sem vélmennið skilur.
    • setja saman vélbúnað og tengja við tölvu (heila vélmennis).
    • forrita læsilegan einfaldan kóða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • að vinna í hóp.
    • skilgreina og skrá verkefni á skipulegan hátt.
    • brjóta niður vandamál í leysanlegar einingar sem vélmenni skilur.
    • byggja upp vélmenni miðað við þarfir.
    • láta vélmenni leysa flókin verkefni.
    • gera læsilega og skipulagða skýrslu.
    Símat.