Í áfanganum leysa nemendur stórt verkefni sem er fyrirframskilgreint. Nemendur gera verkáætlun þar sem verkefnið er brotið niður í minnstu einingar. Logskrár, verkáætlun, auðlindir (þ.e. vélbúnaður og hugbúnaður sem til þarf), flæðirit, sauðakóði og innleiðing. Öllu er steypt saman í lokaskýrslu.
ROBO2RG05AU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi skráningar (documentation).
mikilvægi verkefnastjórnunar.
aðferðum til að brjóta niður vandamál.
samskiptum hugbúnaðar og vélbúnaðar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp verkáætlun.
skrá niður á skipulegan hátt vinnu, niðurstöður og lausnir.
nota lausnaraðferðir til að brjóta niður vandamál í smærri einingar sem vélmennið skilur.
setja saman vélbúnað og tengja við tölvu (heila vélmennis).
forrita læsilegan einfaldan kóða
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
að vinna í hóp.
skilgreina og skrá verkefni á skipulegan hátt.
brjóta niður vandamál í leysanlegar einingar sem vélmenni skilur.